Það breytist ekkert nema þú látir í þér heyra!

Þessi síða er að fá mörg hundruð heimasókn á dag.iceland express, icelandair, rizzo express, dominos, hekla, toyota, vörður, vís, sjóvá, olís, skeljungur, N1, síminn, vodafone, tal

Ég veit að framkvæmdastjórar og markaðsstjórar fyrirtækja lesa þetta því það hefur verið  haft samband við mig nokkrum sinnum og ég beðið að fjarlægja ummæli sem á að vera búið að leysa eða þeir telja að séu ósönn.

Ég hef ekki gert það, því ég tel að við sem neytendur verðum að láta í okkur heyra. Fyrirtækin þurfa að átta sig á því að við höfum völdin. Valdatækin okkar eru að geta beint viðskiptum okkar annað OG sagt frá því sem okkar likar og líkar ekki (word-of-mouth er gríðarlega öflugt fyrirbæri!).

TAKTU 3 MÍNÚTUR Í AÐ SKRIFA ÞÍNA REYNSLU – NÚ ER NÓG KOMIÐ – EKKI LÁTA BJÓÐA ÞÉR ÞETTA!

Skráðu þína reynslu!

Hefur þú lent  í því að fá slæma þjónustu?

Hefur verið komið illa fram við þig eða hreinlega látið eins og þú værir ekki á staðnum þegar þú kemur inn í verslun?

Við vitum að ekki þýðir að kvarta við lágmarkslaunaða starfsfólkið og ekki eru fyrirtækin að gera manni það auðvelt að koma kvörtunum áleiðis.

Hérna er tækifæri fyrir okkur neytendur að láta í okkur heyra! Verum dugleg að nota þennan vettvang, breiðum út orðsporið og neyðum fyrirtækin til að hlusta á okkur!

Ekki gerast sek/sekur um að kvarta og kveina út í horni þar sem enginn heyrir og enginn getur gert neitt til að bæta fyrir það.

Notaðu tækifærið og KVARTAÐU hérna.

Af hverju þetta blogg?

Ég bara fékk nóg. Ég fékk aðeins of margar gallaðar vörur, aðeins of oft lélega þjónustu, aðeins of oft þar sem ég þurfti að sinna einhverju sem söluaðilinn átti að sjá um.

Ég hugsaði með mér hvað ég gæti gert, þar sem ég vissi að missa mig yfir einhverri heimskri, illa þjálfaðri skólastelpu myndi ekki laga neitt! Hvað gæti ég gert í þeirri veiku von að þessi fyrirtæki myndu hysja upp um sig brækurnar og fara að sinna þjónustumálum aðeins meira.

Oft á tíðum kostar betri upplifun viðskiptavina ekki neitt. Ekki krónu! Það að afgreiðslufólk bjóði góðan daginn, að þjónustufólk brosi þegar það tekur við pöntun, að búningsherbergi sé hreint á líkamsræktarstöð. Þetta eru einfaldir hlutir og kosta ekki neitt, en eykur upplifun viðskiptavina til muna.

Vonandi koma nógu margir saman hérna, láta í sér heyra og senda þessum fyrirtækjum skilaboð sem þau neyðast til að hlusta á!

Mér er nóg boðið af lélegri þjónustu og veit að ég er ekki einn um það. Láttu í þér heyra!