Það breytist ekkert nema þú látir í þér heyra!
febrúar 11, 2011 Ein athugasemd
Þessi síða er að fá mörg hundruð heimasókn á dag.
Ég veit að framkvæmdastjórar og markaðsstjórar fyrirtækja lesa þetta því það hefur verið haft samband við mig nokkrum sinnum og ég beðið að fjarlægja ummæli sem á að vera búið að leysa eða þeir telja að séu ósönn.
Ég hef ekki gert það, því ég tel að við sem neytendur verðum að láta í okkur heyra. Fyrirtækin þurfa að átta sig á því að við höfum völdin. Valdatækin okkar eru að geta beint viðskiptum okkar annað OG sagt frá því sem okkar likar og líkar ekki (word-of-mouth er gríðarlega öflugt fyrirbæri!).
TAKTU 3 MÍNÚTUR Í AÐ SKRIFA ÞÍNA REYNSLU – NÚ ER NÓG KOMIÐ – EKKI LÁTA BJÓÐA ÞÉR ÞETTA!