Fjármál

Bankar, kreditkort, lánamál (hvar skal byrja…hmmm) osfrv.

Skráðu þína reynslu hérna að neðan. Því fleiri sem deila reynslunni, því líklegra að fyrirtækin hlusti og laga það sem er að!

5 Responses to Fjármál

  1. Kvortun says:

    Skil ekki af hverju Kreditkort ehf skuli gera það ómögulegt fyrir venjulegt fólk að fara á vefinn þeirra. Nýlega skiptu þeir fyrirtækinu upp í Kredikort og Borgun. Ég man aldrei hvort er hvað, eða þá nafnið á þessum opinberu fyrirtækjum yfirhöfuð.
    Þannig ég þegar ég þarf að skoða gengið eða fara inn á mínar síður, þá slæ ég inn http://www.mastercard.is, þar sem ég er með Mastercard kort.
    EN NEI! Við skulum nú ekkert vera að einfalda þetta fyrir fólk! Pössum okkur á því að nota EKKI mastercard.is, þetta heimsþekkta vörumerki og vörumerkið sem við auglýsum í gegnum tugmilljóna auglýsingaherferðir á ári. Við skulum aðeins hleypa fólki inn á síðun í gegnum þetta opinbera nafn á fyrirtækinu… sem enginn man!
    Giskið hvað gerist ef ég sæl inn visa.is?? Jepp… fer á heimasíðu VISA, þótt fyrirtæki heiti Valitor. Þeir hafa þó smá vit á þessu.

  2. Arna says:

    Eitt sem ég hef aldrei skilið varðandi mastercard og punktasöfnun hjá þeim, og kannski punktasöfnun almennt hjá þessum fyrirtækjum.

    Ég er með gullkreditkort frá mastercard, hef verið góður viðskiptavinur mjög lengi nema í fyrra þá ætlaði ég að fara nota ferðaávísun/ferðapunkta sem ég hafði safnað mér upp hjá þeim fyrir töluverða upphæð. Þegar ég var búin að kaupa farið og ætlaði að skila inn ferðaávísuninni var mér sagt að punktarnir hefðu fyrnst. Hvað er það eiginlega ???

    Hvernig stendur á því að ef ég vel mér kreditkort framyfir önnur kort vegna ákveðinna ávinninga/virði, safna þessu virði/peningum hægt og bítandi og ef ég nota það ekki fyrir ákveðna dagsetningu þá leyfir þjónustuaðilinn sér að taka þessa peninga af mér ?

    Ég varð hoppandi vitlaus en af einhverjum ástæðum hékk ég áfram í viðskiptum við þá. Nú um daginn fékk ég sent árgjald 7000 kr. greiðslu, ég hugsaði, nei, ég ætla ekki að vera í viðskiptum við þá áfram, hringdi og ætlaði að segja upp og þá var mér sagt að ég ætti 14000 kr. ferðaávísun inni sem ég get notað ef ég borga upp árgjaldið.

    Ég hugsaði bara, ok, ef ég borga þetta þá fæ ég 7000 kr. til að eyða í hótelnótt eða whatever og hætti svo hjá þeim. Borgaði þeim náttúrulega eins og góð stelpa og fór svo í frí. Þegar ég kom til baka ætlaði ég að senda inn ferðaávísunina til að fá lagt inn á kortið en hvað gerðist??? “Þú hefðir þurft að senda þetta inn fyrir mánðarmótin… þetta er fyrnt!”… ég hef aldrei vitað annað eins! EKKI skipta við þetta fyrirtæki, þeir beinlínis stela af manni peningum sem maður hefur safnað upp og enginn segir neitt! Hvað er að ???

  3. Ég óska Neytendum til hamingju með þennan nýja vef. Nokkurs kona gapastokk verslunar- og þjónustufyrirtækja – þ.e. sé kvörtunin á rökum reyst.

    Ég hef lengi haft áhuga á neytendamálum og blogga reglulega um ýmis málefni tengdum þeim.

    Hér er hluti af nýlegu innleggi:

    Bankar og sparisjóðir eiga að lækka nú þegar ýmiss sjálftökugjöld á viðskiptavini sem byggja að mínu mati á taumlausri græðgi og greinilega á verðsamráði. Ólöglegu samráði aðila á markaði um verð.

    Gjald sem lagt er á innistæðulausar úttektir af ávísanareikning er óeðlilega hátt og ekki í neinum takt við þann kostnað sem myndast.

    Hér eru upplýsingar úr gjaldskrám þriggja lánastofnana sem teknar voru af handahófi.

    “Innstæðulaus tékki eða debetkortafærsla”:

    Íslandsbanki: Upphæð: 0 – 5.000 kr. Gjaldtaka 750 kr. + dráttarvextir
    BYR: Upphæð: 0 – 5.000 kr. Gjaldtaka 750 kr. + dráttarvextir
    Landsbankinn: 0 – 5.000 kr. Gjaldtaka 750 kr. + dráttarvextir

    Fasta gjaldið fer hækkandi eftir úttektarupphæð.

    Það má segja að nokkuð öruggt er að hér sé um verðsamráð lánastofnana að ræða. Eru þetta heilbrigð skilaboð til íslenskra neytenda ? Geta þessir aðilar ekki hugsað/reiknað/verðlagt hver fyrir sig ? Ætlar Samkeppnisstofun, skjöldur neytenda, að hjóla í þessa drengi ?

  4. Jóhann G. Frímann says:

    Íslensku bankarnir grófu sér sína eigin gröf og margra viðskiptavina sinna og urðu gjaldþrota. Nýju bönkunum stjórna þó enn margir þeirra sem í þeim eldri sátu og flestir starfsmanna eru úr gömlu bönkunum. Þar ríkir því miður enn sami hrokinn og áður gagnvart þeim sem standa illa. Þar er veifað framan í menn keyptum upplýsingum frá skítafyrirtækjum eins og Lánstrausti og sagt: 50.000 kr. yfirdráttarheimild!? Ó, nei góði minn! Það kemur mér ekkert við hvort þú getur gefið börnunum þínum að borða eður ei. Reglur bankans eru svona. Og engu skiptir hvort viðkomandi hafi átt í áratuga viðskiptum við bankann eða velt þar umtalsverðu fé. Menn skyldu varast að kasta steinum úr glerhúsum. Hvernig væri nú að Lánstraust tæki saman afrekaskrá fyrir almenning um rekstur bankanna á síðustu árum og þar yrðu tíunduð nöfn stjórnenda og starfsmanna sem sátu í þeim fyrir þrot og eftir þrot? Hvers vegna ættum við að eiga viðskipti við þetta fólk? Ekki virðist það hafa lært snefil af umburðarlyndi sjálft.

    • „Hvernig væri nú að Lánstraust tæki saman afrekaskrá fyrir almenning um rekstur bankanna á síðustu árum og þar yrðu tíunduð nöfn stjórnenda og starfsmanna sem sátu í þeim fyrir þrot og eftir þrot ? “

      Styð þessa tillögu heilshugar !

Færðu inn athugasemd